Virðist skella skuldinni á Úkraínumenn

Donald Trump gerir að því skóna að ábyrgð Úkraínumanna sé …
Donald Trump gerir að því skóna að ábyrgð Úkraínumanna sé mikil. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, virðist telja ábyrgð Úkraínu­manna mikla þegar kem­ur að stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Seg­ir hann það von­brigði að Úkraínu­menn hafi ekki samið um stríðslok fyrr.

Orðin lét Trump falla eft­ir fund Ser­gei Lavr­ov og Marco Ru­bio, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna og Rúss­lands, eft­ir fund þeirra í Riyad í Sádí-Ar­ab­íu til að ræða stríðsrekst­ur­inn.

Sam­komu­lag náðist um að semja um stríðslok á milli þeirra, og mun nefnd eða nefnd­ir vinna að niður­stöðu.

Lavr­ov sagði eft­ir fund­inn að hann myndi ekki samþykkja að her­menn Nato kæmu að friðargæslu á landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands.

Trump sagði við frétta­menn í gær spurður um skila­boð til Úkraínu­manna sem fengu ekki sæti á fund­in­um í Sádí-Ar­ab­íu að hægt hefði verið að semja um stríðslok fyr­ir löngu.

„Mér skilst að Úkraínu­menn séu ósátt­ir við að hafa ekki fengið sæti við borðið. Þeir hafa verið með sæti við borðið í þrjú ár og löngu fyr­ir það. Það hefði verið hægt að semja um málið fyr­ir löngu,“ seg­ir Trump.

„Þið hefðuð aldrei átt að byrja það (stríðið). Þið hefðuð getað samið,“ seg­ir Trump.

„Ég hefði getað samið fyr­ir Úkraínu. Þannig hefðu þið getað haldið nær öllu land­inu, öllu, næst­um öllu land­inu - og ekk­ert fólk hefði þurft að deyja, og eng­in borg verið eyðilögð,“ bætti Trump við.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert