Flokksforystan fái opið umboð

Bjarni Benediktsson og Styrmir Gunnarsson voru framsögumenn á fundi Evrópunefndar …
Bjarni Benediktsson og Styrmir Gunnarsson voru framsögumenn á fundi Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Heil­brigð skyn­semi seg­ir okk­ur að leiðir sem ekki leitað finn­ast seint og spurn­ing­ar sem ekki er spurt, færa eng­in svör,“ sagði Bjarni Bene­dikts­son, þingmaður og formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is, á opn­um fundi auðlinda­hóps Evr­ópu­nefnd­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins í Val­höll í dag. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var „Hvaða umboð á for­ysta Sjálf­stæðis­flokks­ins að fá frá lands­fundi?“ og var Styrm­ir Gunn­ars­son, fyrr­ver­andi rit­stjóri Morg­un­blaðsins, fram­sögumaður auk Bjarna.

Bjarni til­greindi tvær aðalástæður þess að hann tel­ur nauðsyn­legt að stíga næstu skref í Evr­ópu­mál­um. Í fyrsta lagi þörf fyr­ir end­ur­nýjaða stefnu í pen­inga­mál­um og hins veg­ar þörf fyr­ir að end­ur­skoða stöðu Íslands í alþjóðlegu til­liti, með hliðsjón af reynsl­unni af EES-samn­ingn­um.

„Við höf­um nú um langt skeið búið við of mikl­ar geng­is­sveifl­ur, háa vexti og mikla verðbólgu,“ sagði Bjarni um fyrra atriðið. „Með sjálf­stæðri mynt er val­inn sveigj­an­leiki í staðinn fyr­ir stöðug­leika. Þar hef­ur okk­ur brugðist boga­list­in. Rétt­nefni á þess­um vanda er of lít­ill agi í op­in­ber­um fjár­mál­um,“ bætti Bjarni við. „Staða at­vinnu­lífs og heim­ila mun láta und­an síga í sam­an­b­urði við ná­granna­lönd­in ef ekki kem­ur til end­ur­nýj­un á pen­inga­mála­stefn­unni. Ekki er hægt að horfa fram hjá því að Evr­ópu­sam­bandið býður upp á val­kost,“ sagði hann og vísaði til evr­unn­ar. „Kost­ir þess að til­heyra mynt­banda­lagi um evr­una hafa nú fengið aukið vægi í heild­armati á kost­um og göll­um við aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.“

Í svari við fyr­ir­spurn úr sal sagði Bjarni að banka­hrunið væri ekki hægt að rekja að fullu til aðild­ar ís­lands að EES, held­ur hafi Íslend­ing­ar sjálf­ir farið óvar­lega, ekki síst stjórn­end­ur bank­anna. Hann viður­kenndi einnig fram að stjórn­völd hefðu að ein­hverju leyti brugðist í eft­ir­lit­inu með þeim.

Um hið síðar­nefnda atriði sagði Bjarni að EES-samn­ing­ur­inn hafi í grund­vall­ar­atriðum reynst Íslend­ing­um vel. Hins veg­ar sé Evr­ópu­sam­bandið ger­breytt frá þeim tíma þegar samn­ing­ur­inn var gerður, með auknu yfirþjóðlegu valdi, breyttu stofn­ana­verki og meiri áhrif­um Seðlabanka Evr­ópu. „Samn­ings­staða Íslands hef­ur líka breyst. Samn­ing­ur end­ur­spegl­ar ákveðið jafn­vægi sem þá var á milli ESB og EFTA. Samn­ing­ur­inn geym­ir eng­in ákvæði um laga­lega úr­lausn deilu­mála á milli aðila,“ sagði Bjarni. „Við höf­um ekki gefið áhrif­um þess­ar­ar breyt­inga á Ísland nægi­leg­an gaum. Margt hef­ur breyst og kom­inn er tími til að gera kerf­is­bundið mat á áhrif­um þess­ara breyt­inga.“

Yf­ir­skrift fund­ar­ins svaraði Bjarni svo þannig að umboð for­ystu flokks­ins þurfi að vera opið. Það megi ekki vera þannig úr garði gert að nauðsyn­leg­ur sveigj­an­leiki, sem þarf til að leiða viðræður milli flokka um Evr­ópu­mál­in til lykta, sé ekki fyr­ir hendi. „Vegna þeirra breyt­inga sem nú hafa orðið er það mín sann­fær­ing, að samstaðan um að gera ekki neitt, hún sé að rofna. Við því hlýt­ur Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn að bregðast,“ sagði hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær