Munurinn á EES og ESB

Hús Evrópuþingsins í Brussel.
Hús Evrópuþingsins í Brussel. mbl.is/GSH

Vegna aðildarinnar að Evrópska efnahagssvæðinu (EES) hefur Ísland á undanförnum 15 árum tekið upp töluverðan hluta af löggjöf Evrópusambandsins en um leið látið aðra hluta regluverks ESB algjörlega eiga sig.

Að grunni til snýst EES-samningurinn um þátttöku í hinum innri markaði ESB og um hið svokallaða fjórfrelsi, þ.e. frelsi til viðskipta með vörur, frelsi launamanna til flutninga milli landa, frelsi til að bjóða upp á þjónustu og frelsi til fjármagnsflutninga (sem Íslendingar kannast kannski fullvel við). En samstarf Íslands við ESB eftir öðrum leiðum er viðameira og snýst um margt fleira en fjórfrelsið. Ísland hefur nefnilega í gegnum tíðina tekið upp löggjöf á mun fleiri sviðum, ekki endilega vegna þess að það hefur verið talið nauðsynlegt til að uppfylla samninginn um EES, heldur líka vegna þess að íslensk stjórnvöld hafa talið það landi og lýð til hagsbóta.

Mikið inni en margt úti

Um flesta þá málaflokka sem út af standa er fjallað í sérstökum greinum sem munu birtast í Morgunblaðinu næstu daga

Aðrir málaflokkar fá minni athygli, í sumum tilvikum vegna þess að breytingar á þeim yrðu ekki eins miklar eða um þá er óbeint fjallað í öðrum greinum. Hér verður stuttlega vikið að nokkrum málaflokkum sem ekki fá þann heiðurssess sem felst í sérstökum greinum.

ESB er tollabandalag

Tollar ESB og Íslands eru að meðaltali nokkuð svipaðir en innganga í bandalagið myndi þó leiða til ýmissa breytinga. Tollar á bandarískum og japönskum bílum myndu t.d. hækka. Mest myndi þó muna um að tollar féllu niður af varningi frá aðildarríkjum ESB, þ.m.t. af landbúnaðarafurðum.

EFTA-ríkin í EES taka ekki þátt í sameiginlegri stefnumótun um viðskipti gagnvart ríkjum utan ESB og þróunaraðstoð við þróunarríki en myndu gera það eftir inngöngu.

Ræður ESB sköttum?

ESB hefur þó ákveðnu hlutverki að gegna í þessum málaflokki, m.a. leitast sambandið við að koma í veg fyrir skaðlega skattasamkeppni. Framkvæmdastjórnin hefur sóst eftir auknum völdum á þessum sviðum og telur að samræma þurfi skattgrunn í ákveðnum málaflokkum, en ekki haft erindi sem erfiði.

VSK að hluta á borði ESB

Þessar reglur eiga við um grunnhlutfallið en aðildarríki geta eftir sem áður lagt lægri skatt á ákveðna vöruflokka.

Íslendingar þurfa ekki að hafa miklar áhyggjur af því að virðisaukaskatturinn kunni að hækka hér á landi við inngöngu í ESB, það er a.m.k. ekkert í reglum ESB sem myndi kalla á slíkt. Ísland yrði þvert á móti í hópi þeirra þriggja ESB-ríkja sem hafa hæstan virðisaukaskatt (grunnhlutfall). Aðeins í Danmörku og Svíþjóð er hlutfallið hærra, eða 25%. Raunar hefur margoft komið fram að fáar þjóðir greiða hærri skatta sem hlutfall af landsframleiðslu en einmitt Íslendingar. Hvort skattarnir hækka eða lækka yrði áfram á valdi íslenskra stjórnvalda.

Innan ESB gilda ákveðnar reglur um vörugjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Aðildarríkin hafa samt sem áður töluvert svigrúm til að ákveða hlutfallið. Það sést t.a.m. á því að verð á þessum vörum er afskaplega mismunandi eftir því hvar borið er niður innan sambandsins. Á Íslandi eru há vörugjöld lögð á alla þessa vöruflokka, eins og flestum ætti að vera fullkunnugt um, og aðild að ESB myndi í sjálfu sér engu breyta um það.

Náið samstarf í Schengen

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær