Taugastríð Geirs og Ingibjargar

Eftir að Geir H. Haarde formaður Sjálfstæðisflokksins vakti máls á því að þjóðin fengi að kjósa um hvort farið yrði í aðildarviðræður við Evrópusambandið sló formaður Samfylkingarinnar því fram að jafngott væri þá að efna til alþingiskosninga í vor. Gunnar Helgi Kristinsson segir greinilegt taugastríð í gangi milli forystu flokkanna sem bendi til þess að stjórnarsamstarfið gangi ekki vel.

Aðildarviðræður við Evrópusambandið voru frá sjónarhóli samfylkingarfólks forsenda þess að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram, að mati Gunnars Helga. Meginmarkmið formanns Sjálfstæðisflokksins núna virðist hinsvegar vera að forða flokknum frá klofningi. En spurningar hafa vaknað um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn hafi í raun og veru ætlað að gera upp Evrópumálin eða hvort hann hafi einungis verið að friða samstarfsflokkinn í ríkisstjórnin og vinna tíma. Gunnar Helgi segist ekki geta svarað því en ákvarðanir hafi verið teknar undir mikilli pressu eftir bankahrunið í haust. Það virðist ekki vera sem formaður flokksins hafi skýra sannfæringu í málinu. Hann sé að leita að málamiðlun. Gunnar Helgi telur verulega hættu á klofningi í Sjálfstæðisflokknum hvernig sem málið lendir.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær