Þarf stöðugri gjaldmiðil

Kristín Pétursdóttir
Kristín Pétursdóttir mbl.is/Jim Smart

„Ég held að upp­taka evru með inn­göngu í ESB sé eini raun­hæfi kost­ur­inn sem við höf­um í stöðunni,“ seg­ir Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Auðar Capital.

„Ég held að upp­taka evru með inn­göngu í ESB sé eini raun­hæfi kost­ur­inn sem við höf­um í stöðunni,“ seg­ir Krist­ín Pét­urs­dótt­ir, for­stjóri Auðar Capital. „Ef við ætl­um að byggja upp fyr­ir­tæki og at­vinnu­líf hér til framtíðar, sem á mögu­leika í alþjóðlegu sam­keppn­is­um­hverfi verðum við ein­fald­lega að fara þessa leið. Ég held líka að allt tal um ein­hliða upp­töku evru sé út úr korti, því fylgi gríðarlega mik­il áhætta og það sé mik­il skamm­sýni að halda að það sé lausn fyr­ir okk­ur. Ef við ætl­um að halda hér öfl­ug­um fyr­ir­tækj­um til framtíðar verðum við að búa við stöðugri gjald­miðil og ég held að all­ir séu sam­mála um það.“

– Ekki þó all­ir?

„Mjög marg­ir get­um við sagt,“ svar­ar hún. „En hins­veg­ar finnst mér umræðan meira um það hvort við get­um gert það ein­hliða eða verðum að ganga í ESB en flest­ir eru á því að við get­um ekki búið við krónu.“

– Neyðumst við ekki til þess næstu árin?

„Gengi gjald­miðils bygg­ist á vænt­ing­um, trú­verðug­leika og trausti. Og það er nokkuð sem krón­an nýt­ur ekki í dag. Ef við tök­um stefn­una á ESB og evru, þannig að menn trúi því að það sé framund­an, mun það skapa meiri ró og færa krón­una í átt til eðli­legra jafn­væg­is­geng­is, því markaðir eru drifn­ir áfram af vænt­ing­um. Um leið og menn trúa því að það verði niðurstaðan mun gjald­miðill­inn styrkj­ast og vext­ir byrja að lækka.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina