Fá atkvæði í hlut Íslands

Björg Thorarensen.
Björg Thorarensen.

Björg Thor­ar­en­sen er pró­fess­or við laga­deild Há­skóla Íslands. Henn­ar sér­svið er stjórn­skip­un­ar­rétt­ur.

Björg seg­ir að það blasi við að Ísland fengi smæðar sinn­ar vegna ekki mörg at­kvæði í þeim stofn­un­um Evr­ópu­sam­bands­ins sem hafa laga­setn­ing­ar­vald, ráðherr­aráðinu og Evr­ópuþing­inu. Í ráðherr­aráðinu fengi Ísland um 1% at­kvæðavægi og held­ur minna í þing­inu. „Þannig að Ísland hefði nú ekki mikið vægi þegar litið er til þeirra form­reglna sem gilda.“

Á hinn bóg­inn yrði að skoða málið út frá póli­tík. Ríki mynduðu banda­lög og inn­an sam­bands­ins væri ávallt reynt að ná sam­komu­lagi. Það væri auðvitað hægt að búa til banda­lög en það væri ekki víst að hags­mun­ir Íslands og annarra ríkja færu sam­an í öll­um til­vik­um. „Ef Ísland þarf að verja sína sér­hags­muni sem rek­ast á hags­muni stærri ríkja, þá hef­ur Ísland ekki mögu­leika á að hafa mik­il áhrif.“

Í sam­band­inu er sjaldn­ast gripið til at­kvæðagreiðslu og þar er viðleitni til að ná sam­komu­lagi. „Ef aðeins er litið á regl­urn­ar um hvert yrði vægi Íslands í at­kvæðagreiðslu ráðherr­aráðsins eða þing­manna­fjölda á Evr­ópuþing­inu er það afar lítið. En sam­komu­lag næst um flesta hluti í ráðherr­aráðinu án þess að á þetta reyni. Ná­ist hins veg­ar ekki sam­komu­lag hef­ur Ísland aug­ljós­lega lítið að segja um niður­stöðu í slík­um ágrein­ingi.“ Hún hef­ur áhyggj­ur af því hvað ger­ist ef upp koma hags­muna­árekstr­ar, hags­mun­ir fari ekki alltaf sam­an í sam­bandi svona margra og ólíkra ríkja þar sem stefnt er að eins­leitni í laga­setn­ingu. „En auðvitað treyst­ir maður því að í svona stóru sam­fé­lagi sé verið að vinna að hags­mun­um allra íbú­anna í senn.“


mbl.is

Bloggað um frétt­ina