Sjávarútvegurinn hefur gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýni á ESB á liðnum árum. Enda eru flestir sammála um að Íslendingar þyrftu að afsala sér forræði yfir fiskveiðiauðlindinni til Brussel og gangast undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB, sem þýðir að heildarafli á Íslandsmiðum yrði formlega ákveðinn af ráðherraráði ESB. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi þó líklega tryggja að íslenskar útgerðir fengju úthlutaðan nánast allan kvóta í íslenskri lögsögu, en tekist yrði á um deilistofna í aðildarviðræðunum. Þeir eru um 30% af heildarafla þjóðarinnar. Samið hefur verið um hlutdeild í flestum þeirra, en yfirleitt aðeins samið til eins árs og ósamið er um makríl, sem Íslendingar hófu nýlega veiðar á. Pétur Blöndal gerir skil sjávarútvegsstefnu ESB, fer yfir helstu ágreiningsmál og kallar eftir ólíkum sjónarmiðum helstu sérfræðinga.
Sjávarútvegurinn hefur gengið fram fyrir skjöldu í gagnrýni á ESB á liðnum árum. Enda eru flestir sammála um að Íslendingar þyrftu að afsala sér forræði yfir fiskveiðiauðlindinni til Brussel og gangast undir sameiginlega sjávarútvegsstefnu ESB, sem þýðir að heildarafli á Íslandsmiðum yrði formlega ákveðinn af ráðherraráði ESB. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika myndi þó líklega tryggja að íslenskar útgerðir fengju úthlutaðan nánast allan kvóta í íslenskri lögsögu, en tekist yrði á um deilistofna í aðildarviðræðunum. Þeir eru um 30% af heildarafla þjóðarinnar. Samið hefur verið um hlutdeild í flestum þeirra, en yfirleitt aðeins samið til eins árs og ósamið er um makríl, sem Íslendingar hófu nýlega veiðar á. Pétur Blöndal gerir skil sjávarútvegsstefnu ESB, fer yfir helstu ágreiningsmál og kallar eftir ólíkum sjónarmiðum helstu sérfræðinga.