Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent Gallup framkvæmdi fyrir Samtök iðnaðarins í janúar eru 56,4% svarenda hlynnt því að teknar verði upp aðildarviðræður við Evrópusambandið. Það er heldur lægra hlutfall en í hliðstæðri könnun sem gerð var í desember þegar 65,5% aðspurðra voru hlynnt aðildarviðræðum.
Hlutfall þeirra sem eru andvígir aðildarviðræðum var 25,4% í janúar en 19,7% í desember á liðnu ári.
Einnig var spurt um viðhorf til aðildar Íslands að ESB og reyndust 37,7% aðspurðra hlynnt aðild en 38,3% andvíg. Hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðild hefur dvínað jafnt og þétt frá því í október á síðasta ári þegar hlutfall hlynntra var 51,7% en á sama tíma var hlutfall andvígra 27,1%.
Þegar spurt var um hvaða leið væri æskilegust til að taka ákvörðun um hugsanlega aðild Íslands að ESB töldu 46,3% æskilegast að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn og kosið um niðurstöður, yrði gengið til samningaviðræðna.