„Í stjórnmálauppákomu líðandi stundar má ekki missa sjónir af grundarvallaratriðum í því björgunarstarfi sem hafið er. Þegar ákveðið er að rjúfa þing má ekki gleyma því að setja þarf „0pnunarákvæði“ inn í stjórnarskrá lýðveldisins svo unnt verði að ganga til liðs við þjóðir Evrópusambandsins á nánari hátt en EES-samningurinn kveður á um," þetta kemur fram í ályktun frá Evrópusamtökunum.
„Til þess að slík breyting nái fram að ganga þarf Alþingi að tvívegis að samþykkja hana með þingkosningum á milli atkvæðagreiðslna.
Það hefur einnig verið rætt um að breyta stjórnarskránni þannig að í framtíðinni verði breytingar á henni bornar undir þjóðaratkvæði, sem og önnur atriði sem að mati Alþingis þykja það mikilvæg að þjóðin fái að taka þátt í ákvörðun um þau.
Til þess að svo þarf að vera þarf að setja ákvæði um þjóðaratkvæði inn í stjórnarskrána og verði þar m.a. kveðið á um lágmarksþátttöku til þess að hún teljist gild og hvort einfaldur eða aukinn meirihluti þurfi að vera til staðar," samkvæmt ályktun Evrópusamtakanna.