Fengjum forgang inn í ESB

Olli Rehn.
Olli Rehn. FRANCOIS LENOIR

Ísland fær for­gang í um­sókn­ar­ferl­inu að Evr­ópu­sam­band­inu, svo unnt verði að bjarga land­inu frá al­geru fjár­hags­legu hruni og er bú­ist við að sótt verði um aðild inn­an nokk­urra mánaða. Þetta kem­ur fram á vef The Guar­di­an í dag.

Þar seg­ir einnig að út­koma kosn­inga í maí ráði því hvort sótt verði um aðild eða ekki. Um­sókn­inni yrði vel tekið í Brus­sel og samn­ingaviðræðum, sem venju­lega taki mörg ár, yrði hraðað svo Ísland fengi inn­göngu á mettíma, jafn­vel árið 2011. Þá yrði landið 29. meðlim­ur Evr­ópu­sam­bands­ins.

Að sögn Olli Rehn, sem fer með stækk­un­ar­mál fram­kvæmda­stjórn­ar ESB, kýs sam­bandið frek­ar að tvær þjóðir hljóti inn­göngu á sama tíma held­ur en ein. „Ef Ísland sæk­ir fljót­lega um og samn­ingaviðræðurn­ar ganga skjótt fyr­ir sig gætu Króatía og Ísland gengið sam­an inn í sam­bandið.“ Rehn bæt­ir svo við að landið yrði góð viðbót í sam­bandið. 

Í frétt The Guar­di­an seg­ir einnig frá því að stjórn­arslit hafi orðið fyr­ir skömmu, hin fyrstu í heim­in­um eft­ir efna­hags­hrunið sem hafi svo til eyðilagt ís­lenska gjald­miðil­inn. Fólk hafi glatað sparnaði sín­um og líf­eyri, taka þurfti hátt lán hjá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum og Íslend­ing­ar tekið að mót­mæla sem aldrei fyrr.

Kosn­ing­arn­ar í maí muni að miklu leyti snú­ast um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu svo hægt verði að taka upp evru sem allra fyrst.

Frétt­ina í heild má lesa hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær