Sturla og Herdís hætta

Sturla Böðvarsson
Sturla Böðvarsson mbl.is/RAX

Sturla Böðvars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætl­ar ekki að gefa kost á sér í fram­boð í næstu alþing­is­kosn­ing­um. Þetta til­kynnti Sturla á fundi kjördæm­is­ráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Norðvest­ur­kjör­dæmi í dag.

Her­dís Þórðardótt­ir gef­ur held­ur ekki kost á sér en samþykkt var á fund­in­um að halda próf­kjör á veg­um flokks­ins í kjör­dæm­inu. Próf­kjörið verður hálflokað, sem þýðir að þeir sem skrá sig í flokk­inn fyr­ir 21. fe­brú­ar nk. mega gefa kost á sér, en próf­kjörið fer að öll­um lík­ind­um fram laug­ar­dag­inn 21. mars nk.  Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, greindi frá því á fundi kjör­dæm­is­ráðs sjálf­stæðis­fé­lag­anna í Norðvest­ur­kjör­dæmi að hann hygðist gefa kost á sér í fram­boð.

Sturla sagði ákvörðun­ina í sam­ræmi við þá sem hann tók fyr­ir tveim­ur árum um að kjör­tíma­bilið yrði hans síðasta, kjör­tíma­bil sem stend­ur skem­ur en hann gerði ráð fyr­ir, eins og hann orðaði það.

Sturla kvaðst hafa gengið í gegn­um marg­ar kosn­ing­ar og notið þeirra for­rétt­inda að vinna með svo öfl­ugu fólki að aldrei hefðu tap­ast kosn­ing­ar inn­an flokks­ins eða í kjör­dæm­inu.

„Það var ekki fyrr en ég stóð frammi fyr­ir mót­fram­boði um embætti for­seta Alþing­is sem ég beið lægri hlut í kosn­ing­um. Þar var kosn­inga­stjóri í raun og veru eng­inn ann­ar en bónd­inn á Bessa­stöðum,“ seg­ir Sturla.

Hann sagði kosn­ing­una hafa af hálfu sjálf­stæðismanna verið mæl­ingu á heil­ind­um og dreng­skap fram­sókn­ar­manna og af­stöðu þeirra sem höfðu mært hann og störf hans.

„Bessastaðabanda­lagið, eins og ég kalla stuðnings­menn minni­hluta­stjórn­ar­inn­ar, stóðst ekki prófið.“ Sturla sakaði for­seta Íslands, Ólaf Ragn­ar Gríms­son, um af­skipti af stjórn­ar­mynd­un­inni og sagði þau dæma­laus.

„For­set­inn hikaði ekki við að hafna stjórn allra flokka, skáka Sjálf­stæðis­flokkn­um burt og setja til valda Vinstri græna sem höfðu bæði leynt og ljóst staðið fyr­ir grjót­kast­inu og inn­rás­inni í Alþing­is­húsið og í raun staðið fyr­ir valda­töku þegar Sam­fylk­ing­in missti kjarkinn eft­ir árás­ina á Alþing­is­húsið og aðför­ina að fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Leik­hús­kjall­ar­an­um,“ sagði Sturla og bætti því við að það mætti með sanni segja að minni­hluta­stjórn Jó­hönnu hefði kom­ist til valda í skjóli of­beld­is.

„Það var slá­andi fyr­ir okk­ur sem vor­um í þing­hús­inu þegar sem mest gekk á að verða þess áskynja þegar of­beld­is­fólkið sem réðst á Alþing­is­húsið fór eft­ir að Vinstri græn­ir fengu sitt fram og höfðu sest í ráðherra­stóla.“

Drep­ur ís­lensk­an land­búnað

Sturla lagði áherslu á að fram­bjóð end­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins yrðu að tala skýrt í næstu kosn­ing­um. „Við eig­um að hafna öll­um hug­mynd­um um óheft­an inn­flutn­ing land­búnaðar­af­urða.“ Hann sagði slík­an inn­flutn­ing myndu drepa ís­lensk­an land­búnað á nokkr­um miss­er­um og kalla á meiri gjald­eyri til inn­flutn­ings en við hefðum efni á.

„Fram­bjóðend­ur Sjálf­stæðis­flokks­ins verða að tala skýrt gegn samn­ing­um við ESB sem gefa færi á að nýt­ingu fiski­miðanna og annarra auðlinda okk­ar verði stjórnað af kom­iss­ör­um á veg­um Evr­ópu­sam­bands­ins í Brus­sel.“

Í sam­tali við Morg­un­blaðið sagðist Her­dís ekki vilja gefa upp ástæðuna fyr­ir því hvers vegna hún ákvað að gefa ekki kost á sér til end­ur­kjörs.

Þórður Guðjóns­son knattspyrnumaður, bróður­son­ur Her­dís­ar, hef­ur til­kynnt að hann muni gefa kost á sér í eitt af þrem­ur efstu sæt­um á lista Sjálf­stæðsflokks­ins í kjör­dæm­inu fyr­ir kom­andi alþing­is­kosn­ing­ar.

Af öðrum nöfn­um má nefna að Bergþór Ólafs­son, fyrr­ver­andi aðstoðarmaður Sturlu Böðvars­son­ar þegar hann var sam­gönguráðherra, Eyrún Ingi­björg Sigþórs­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Tálkna­fjarðar­hrepps, Ey­dís Aðal­björns­dótt­ir, sem sit­ur í bæj­ar­stjórn Akra­nes­kaupstaðar, og Karvel Karvels­son.

Einar Kristinn Guðfinnsson
Ein­ar Krist­inn Guðfinns­son
Herdís Þórðardóttir
Her­dís Þórðardótt­ir mbl.is
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars