Lítil áhrif ESB-aðilda á yfirráð yfir auðlindum

Guðni A. Jóhannesson.
Guðni A. Jóhannesson.

Guðni A. Jó­hann­es­son, orku­mála­stjóri, sagði á aðal­fundi Samorku í dag, að ekki sé hægt að halda fram að hugs­an­leg full aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu myndi hafa veru­leg áhrif á stöðu Íslend­inga og mögu­leika varðandi yf­ir­ráðarétt og nýt­ingu jarðrænna auðlinda.

Haft er eft­ir Guðna á heimasíðu Samorku, að hugs­an­leg­ar aðild­ar­viðræður þyrftu að byggja á ná­kvæmri grein­ingu á þeirri aðlög­un að regl­um ESB sem þegar hafi verið samið um og þeim regl­um sem eft­ir er að semja um. Fyr­ir­komu­lag eign­ar­halds nátt­úru­auðlinda væri hins veg­ar ekki viðfangs­efni ESB, held­ur al­farið á hendi aðild­ar­ríkj­anna.

Fram kom hjá Guðna að á ann­an tug er­lendra fyr­ir­tækja hafa nú þegar óskað upp­lýs­inga vegna hugs­an­legr­ar olíu­vinnslu á Dreka­svæðinu.

Franz Árna­son var end­ur­kjör­inn formaður Samorku á fund­in­um í dag. Stjórn­ina skipa því áfram, auk Franz, þeir Friðrik Soph­us­son Lands­virkj­un, Hjör­leif­ur B. Kvar­an Orku­veitu Reykja­vík­ur, Júlí­us Jóns­son Hita­veitu Suður­nesja, Páll Páls­son Skaga­fjarðar­veit­um, Tryggvi Þór Har­alds­son Rarik og Þórður Guðmunds­son Landsneti.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag