Aldrei vafi um skyldu vegna Icesave

Percy Westerlund.
Percy Westerlund.

Percy Westerlund, sendiherra framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að  aldrei hafi leikið vafi á að íslenskum stjórnvöldum bar lagaleg skylda til að bæta innistæðueigendum í útibúum íslenskra banka á EES-svæðinu tap sitt. Ríkisstjórnin hafi formlega viðurkennt skyldur sína fyrir bankahrunið. 

Westerlund vísar í pistli á bloggsíðu sinni til bréfa, sem gengu á milli íslenskra og breskra ráðuneyta í ágúst og október og segir að í bréfunum staðfesti íslenska ríkistjórnin að hún myndi bera ábyrgð ef tryggingasjóður innlána nægi ekki til að tryggja innlán.  Evrópusambandið myndi án efa hafa haft sigur í dómsmáli en einnig sé augljóst, að langvinn málaferli hefðu hvorki verið nauðsynleg né  gagnleg.

Þá hefðu íslensk stjórnvöld borið ábyrgð á bótum til erlendra Icesave-reikingseigenda hvernig sem tilskipun Evrópusambandsins sé túlkuð. Það sé vegna þess, að íslenska ríkisstjórnin tilkynnti að hún myndi tryggja  innlán í íslenskum útibúum bankanna. Lítill vafi leiki á því, að þar með hafi ríkisstjórnin í raun tryggt erlendum viðskiptavinum bankanna það sama því ekki megi, samkvæmt EES-samningnum, mismuna íbúum á innri markaði EES. 

Bloggsíða Westerlunds

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Laugardaginn 25. janúar