Bændur leggjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu

Leiðtogar Evrópusambandsins.
Leiðtogar Evrópusambandsins. Reuters

Búnaðarþing 2009 lagðist eindregið gegn því að Ísland gerðist aðili að Evrópusambandinu og hafnaði aðildarviðræðum við sambandið.

Þá hvatti þingið stjórn Bændasamtaka Íslands til að „halda áfram því öfluga kynningarstarfi sem fram hefur farið á afstöðu til aðildar að ESB“ eins og segir í ályktun Búnaðarþings sem slitið var í gær.

Fyrir þinginu lágu erindi frá Búnaðarsambandi Suðurlands og annað sameiginlega frá Búnaðarsamtökum Vesturlands, Búnaðarsambandi Vestfjarða og Búnaðarsambandi Kjalnesinga þar sem lagt var til að Búnaðarþing lýsti andstöðu við inngöngu Íslands í ESB. Í greinargerð kom m.a. fram að með aðild yrði landbúnaður mikið til lagður í rúst.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær