Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor á Bifröst, skrifar grein í breska blaðið Guardian í dag, þar sem hann segir m.a. að norrænu ríkin sem áður voru í bandalagi séu skilin þrátt fyrir að þau vilji kannski ekki viðurkenna það. Það skýrist af því að þrjú þeirra séu aðilar að Evrópusambandinu, Danmörk, Finnland og Svíþjóð, en Ísland og Noregur standi enn fyrir utan sambandið.
Eiríkur skrifar greinina í tilefni af skýrslu Thorvalds Stoltenberg um aukið samstarf Norðurlandanna í utanríkis og varnarmálum.