Flestir vilja aðildarviðræður

Reuters

Stuðning­ur við aðild­ar­viðræður að Evr­ópu­sam­band­inu hef­ur sjald­an verið meiri ef marka má nýja könn­un Sam­taka iðnaðar­ins, en sam­kvæmt henni vilja þrír af hverj­um fjór­um Íslend­ing­um taka upp aðild­ar­viðræður. Stuðning­ur­inn hef­ur því ekki mælst meiri í sex ár. Á hinn bóg­inn sýna niður­stöðurn­ar að fleiri segj­ast nú vera and­víg­ari aðild en þeir sem segja hlynnt­ir aðild að ESB.

Úrtak könn­un­ar­inn­ar, sem Capacent Gallup fram­kvæmdi, var 1.350 manns og svar­hlut­fall 65,2%. Niður­stöðurn­ar sýna að stuðning­ur við aðild­ar­um­ræður hef­ur vaxið tölu­vert síðustu mánuði eða frá því sam­bæri­legu könn­un var fram­kvæmd  í ág­úst 2008.  Alls sögðust rúm 64% vera hlynnt aðild­ar­viðræðum en 28% þeim and­víg og tæp 8% hlut­laus.

Þegar kem­ur að upp­töku evr­unn­ar er niðurstaðan einnig ótví­ræð, því 55% aðspurðra segj­ast hlynnt­ir því að taka upp evru sem gjald­miðil í stað ís­lensku krón­unn­ar. Að sama skapi eru mun fleiri, 45% þeirr­ar skoðunar að aðild að ESB muni hafa já­kvæð áhrif á eig­in lífs­kjör og 48% telja að það væri gott fyr­ir efna­hag þjóðar­inn­ar í heild.  

Þrátt fyr­ir þetta dal­ar fjöldi þeirra sem segj­ast hlynnt­ir aðild, en þeim fjölg­ar sem eru and­stæðir aðild. Í fyrsta skipti í sex ár eru þeir nú fleiri sem eru and­víg­ir aðild, eða 45,5%, en þeir sem eru hlynnt­ir henni eru nú 39,7%.  Á síðu Sam­taka iðnaðar­ins kem­ur fram að ekki sé gott að átta sig á því hvers vegna þeim fjölg­ar sem vilja aðild­ar­viðræður, á sama tíma og þeim fækk­ar sem eru reiðubún­ir að lýsa sig hlynnta aðild.  Það sýn­ist þó a.m.k. ljóst að bæði and­stæðing­ar aðild­ar og stuðnings­menn vilji leiða málið til lykta með viðræðum og síðan taki þjóðin af­stöðu í þjoðar­at­kvæðagreiðslu þegar samn­ing­ur ligg­ur fyr­ir í end­an­legri mynd.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 28. mars