Ný ríkisstjórn um ESB

Ný ríkisstjórn eftir kosningarnar í vor verður meðal annars mynduð með tilliti til afstöðu flokkanna til Evrópumála, segir Björgvin G. Sigurðsson þingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi í morgun.

Hann sagði glapræði að skjóta málinu á frest og þar með framtíð íslensku þjóðarinnar. Aðrir þingmenn kölluðu fram í og spurðu hvað vinstri grænum fyndist um þetta.

Björgvin fagnaði ummælum Bjarna Benediktssonar formannsefnis Sjálfstæðisflokksins sem sagðist líkt og áður hafa  efasemdir um að ásættanlegar niðurstöður næðust í viðræðum við ESB en vildi samt láta reyna á það í samkomulagi milli flokkanna og leggja málið svo fyrir þjóðina.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær