Vilja innleiða matvælalöggjöf ESB hér

Ásdís Ásgeirsdóttir

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins telja mik­il­vægt að Alþingi samþykki að inn­leiða mat­væla­lög­gjöf Evr­ópu­sam­bands­ins áður en þingið lýk­ur störf­um á næstu vik­um þar sem mikl­ir viðskipta­hags­mun­ir þjóðar­inn­ar eru í húfi.

Mat­væla­lög­gjöf­in fel­ur í sér að sömu regl­ur gilda um sjáv­ar­af­urðir, búfjáraf­urðir og önn­ur mat­væli. Þetta trygg­ir jafna sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar mat­væla­fram­leiðslu gagn­vart fram­leiðslu á EES svæðinu, að því er seg­ir á vef SA. Sér­stak­lega er þetta mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­af­urðir en af­leiðing­ar þess að taka ekki upp lög­gjöf­ina geta leitt til þess að aðgang­ur ís­lenskra sjáv­ar­af­urða að mörkuðum inn­an ESB verði tak­markaður.

„Verði mat­væla­lög­gjöf­in ekki inn­leidd á Íslandi skap­ast hætta á að Ísland verði flokkað sem svo­kallað þriðja ríki gagn­vart ESB eða ein­stök­um aðild­ar­ríkj­um þess. Íslensk­ar afurðir yrðu þá að fara í gegn­um sér­stak­ar landa­mæra­stöðvar og því fylg­ir gríðarleg­ur kostnaður, aukið eft­ir­lit og sýna­taka. Útflutn­ing­ur til ríkja ESB myndi jafn­framt taka mun meiri tíma en í dag og myndi það bitna verst á fersk­um afurðum," að því er fram kem­ur á vef SA.

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins, Lands­sam­band ís­lenskra út­vegs­manna ásamt Sam­tök­um fisk­vinnslu­stöðva hafa skilað um­sögn um frum­varpið til Alþing­is sem má nálg­ast hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina