Landsfundur Samfylkingarinnar samþykkti nær einhljóða að Ísland skuli semja um aðild við Evrópusambandið strax eftir kosningar og að bera samninginn undir þjóðaratkvæði.
Í ályktun landsfundar um Evrópumál og alþjóðasamfélagið segir ennfremur að setja skuli ákvæði í stjórnarskrá sem heimili að fullveldi sé deilt með yfirþjóðlegum og alþjóðastofnunum. Þetta yrði einnig að fá samþykki með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Nánar má kynna sér þessar og aðrar ályktanir á vef Samfylkingarinnar.