Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.

 Jó­hanna Sig­urðardótt­ir formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að tvö­föld þjóðar­at­kvæðagreiðsla hafi lít­inn til­gang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Þetta kom fram í stefnuræðu henn­ar á lands­fundi.

„Við vilj­um sam­bæri­leg kjör fyr­ir ís­lensk­an al­menn­ing og þar sem best ger­ist í Evr­ópu. Besta leiðin að þessu mark­miði er að leita samn­inga við Evr­ópu­sam­bandið um fulla aðild og upp­töku evru, eins fljótt og kost­ur er. Þá fyrst vit­um við hvað er í boði fyr­ir ís­lenska þjóð. “

Það myndi reyn­ast dýrt fyr­ir ís­lenska þjóð að láta stjórn­ast af ákvörðun­ar­fælni eins og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn virt­ist gera í þessu máli „eins og svo mörg­um öðrum. “

Jó­hanna sagði öfga­lausa jafnaðar­stefnu bestu leiðina nú, efna­hags­kerfi ný­frjáls­hyggj­unn­ar væri hrunið. Þar hefði græðgin ráðið ríkj­um og launa­bilið auk­ist. Þær vik­ur sem nú færu í hönd gætu markað mik­il­væg spor í framtíð stjórn­mála hér á landi. Nú væri tæki­færi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, ís­lenskra jafnaðarmanna.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Loka