Tvöföld atkvæðagreiðsla tilgangslítil

Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir á landsfundi Samfylkingarinnar.

 Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla hafi lítinn tilgang þegar þjóðin veit ekki hvað í boði er með aðild að Evrópusambandinu. Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á landsfundi.

„Við viljum sambærileg kjör fyrir íslenskan almenning og þar sem best gerist í Evrópu. Besta leiðin að þessu markmiði er að leita samninga við Evrópusambandið um fulla aðild og upptöku evru, eins fljótt og kostur er. Þá fyrst vitum við hvað er í boði fyrir íslenska þjóð. “

Það myndi reynast dýrt fyrir íslenska þjóð að láta stjórnast af ákvörðunarfælni eins og Sjálfstæðisflokkurinn virtist gera í þessu máli „eins og svo mörgum öðrum. “

Jóhanna sagði öfgalausa jafnaðarstefnu bestu leiðina nú, efnahagskerfi nýfrjálshyggjunnar væri hrunið. Þar hefði græðgin ráðið ríkjum og launabilið aukist. Þær vikur sem nú færu í hönd gætu markað mikilvæg spor í framtíð stjórnmála hér á landi. Nú væri tækifæri Samfylkingarinnar, íslenskra jafnaðarmanna.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag