Málamiðlun um Evrópumál

Friðrik Sophusson nælir á sig nafnspjald á fundi Sjálfstæðisflokksins.
Friðrik Sophusson nælir á sig nafnspjald á fundi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Árni Sæberg

„Endanleg ályktun fundarins ber með sér að um málamiðlun sé að ræða milli mismunandi viðhorfa,“ segir Friðrik Sophusson, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins og ráðherra, um ályktun landsfundar um Evrópumál.

„Ályktunin breytir að mínu mati afstöðu flokksins þar sem nú er viðurkennt að ýmis álitamál verði aðeins skýrð í viðræðum við Evrópusambandið og að þjóðin eigi að skera úr í málinu enda málið stórt og umdeilt og ekki eingöngu á forræði stjórnmálaflokka. Hins vegar er bent á að endurnýjað hagsmunamat hafi ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu flokksins en það þýðir að flokkurinn muni ekki hafa frumkvæði að viðræðum að sinni. Aðalatriðið að mínu áliti er að ný forysta sé sífellt að láta skoða málið og endurmeta hagsmuni Íslands í ljósi breyttra aðstæðna því þannig getum við unnið tíma ef nýjar aðstæður koma upp,“ segir Friðrik. Hann hefur aldrei lýst því yfir að Íslandi eigi að ganga í ESB, hann hefur hins vegar talið að umsókn um aðild gæti skýrt málin. „Ég held að það sé eitthvað sem við þurfum á að halda fyrr en síðar þegar við erum að koma okkur út úr þessari kreppu,“ segir Friðrik.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær