Fréttaskýring: Stefnumál stjórnarflokka ríma saman

Á landsfundum VG og Samfylkingar var ályktað um mörg mikilvæg …
Á landsfundum VG og Samfylkingar var ályktað um mörg mikilvæg stefnumál. Flokkana tvo greinir helst á í Evrópumálum.

Í stjórn­mála­álykt­un sem samþykkt var á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í gær seg­ir meðal ann­ars að hags­mun­um Íslend­inga eft­ir kosn­ing­ar sé best borgið með fé­lags­hyggju­stjórn sem sæki um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB). Þar er því tekið und­ir orð álykt­un­ar Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs (VG) frá 22. mars um mynd­un fé­lags­hyggju­stjórn­ar eft­ir kosn­ing­ar. Ljóst er að flokk­arn­ir munu að öllu óbreyttu leit­ast við að mynda rík­is­stjórn eft­ir kosn­ing­ar.

Á heild­ina litið eru mál­efni flokk­ana tveggja lík. Báðir flokk­ar boða aðgerðir á borð við fryst­ingu lána og aukið til­lit til skuld­ara við inn­heimtuaðgerðir hins op­in­bera til að aðstoða heim­il­in í land­inu. VG vill jafn­framt af­nema verðtrygg­ingu.

Þá vilja flokk­arn­ir afla tekna með skatta­stefnu sem trygg­ir „rétt­láta“ dreif­ingu byrða og hafa vel­ferðar­mál í for­grunni þegar kem­ur að út­deil­ingu op­in­berra út­gjalda. Báðir flokk­ar líta enn­frem­ur svo á að verðmæta­sköp­un í at­vinnu­líf­inu sé und­ir­staða end­ur­reisn­ar efna­hags­lífs­ins. Sam­fylk­ing­in vill að mótuð verði heild­stæð sókn­ar­stefna fyr­ir ís­lenskt at­vinnu­líf með það að mark­miði að Ísland verði komið í hóp tíu sam­keppn­is­hæf­ustu þjóða heims fyr­ir 2020. VG vill leggja áherslu á að skapa störf um allt land og vill að ríki og sveit­ar­fé­lög horfi til mannafls­frekra fram­kvæmda og viðhalds­verk­efna.

Mark­mið flokks­ins er að fyr­ir lok næsta árs hafi at­vinnu­laus­um fækkað um helm­ing frá því sem nú er.

Ólík afstaða til Evr­ópu­mála

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær