Frestuðu samþykkt á ESB-lögum

Fáni Evrópusambandsins.
Fáni Evrópusambandsins. Reuters

Ann­ar stjórn­ar­flokk­ur­inn á Íslandi kom í dag í veg fyr­ir að aðild­ar­ríki Evr­ópska efna­hags­svæðis­ins, auk ESB-ríkj­anna eru það Ísland, Nor­eg­ur og Liechten­stein, samþykktu ný lög frá Brus­sel um starf­semi á sviði þjón­ustu, þjón­ustu­til­skip­un­ina svo­nefndu, að sögn vefsíðu Dag­bla­det í Nor­egi.

Málið kom upp á fundi sendi­herra ríkj­anna þriggja hjá ESB í Brus­sel. Blaðið seg­ir að venju­lega sé um forms­atriði að ræða þegar  tekið sé fram að samþykkt­in taki þó ekki gildi fyrr en stjórn­völd hafi staðfest ákvörðun sendi­herra. Sendi­herra Íslands hafi verið bú­inn að veita sitt samþykki fyr­ir því að nýju lög­in yrðu inn­limuð í lög og regl­ur EES.

 En nokkr­um klukku­stund­um síðar hafi komið boð frá Reykja­vík, stjórn­völd á Íslandi hafi sagt nei, þau hafi viljað bíða eft­ir niður­stöðu Alþing­is­kosn­ing­anna á morg­un.

 ,,Svona nokkuð hef­ur ekki gerst fyrr," seg­ir sendi­herra Nor­egs, Oda H. Slet­nes, í sam­tali við Dag­bla­det. Hann seg­ir þó að einu af­leiðing­arn­ar séu að samþykkt­in muni frest­ast fram á næsta fund sendi­herr­anna. ,,Íslend­ing­ar voru ekki til­bún­ir núna en en það hef­ur eng­ar raun­veru­leg­ar af­leiðing­ar. Lög­in taka gildi í árs­lok 2009."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina