Utanríkisráðuneytið hefur lagt fram minnisblað um kostnaðarmat vegna þingsályktunar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Samkvæmt því sem þar kemur fram gæti beinn kostnaður við umsóknina numið 300 milljónum króna og um 100 milljónum króna hjá öðrum ráðuneytum. Þýðingarkostnaður gæti numið 590 milljónum króna, en umfang þýðinga sé samtals um 30–50 þúsund blaðsíður.
Utanríkisráðuneytið miðar við að aðildarviðræður gætu hafist t.d. í byrjun næsta árs og þeim verði lokið um mitt ár 2011 og taki því um það bil 18 mánuði.