Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi að engin kúgun hefði farið fram þegar kemur að þingmanni VG, Ásmundi Daðasyni. Hann sagði það enda hafa komið fram hjá honum að hann myndi greiða atkvæði samkvæmt sannfæringu sinni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði Ásmund kjarkmeiri en hann hefði grunað. Hann tók undir með þingmanninum, að í reynd sé meirihluti fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu. Að lokum sagði hann ljóst að þingið væri eins og jarðsprengjusvæði; stjórnarliðar vita ekki hvar þeir eiga að stíga enda geti feilspor sprengt ríkisstjórnina.
Tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir ætli að styðja Ásmund með því að taka ekki þátt í umræðunni, þ.e. Ásbjörn Óttarsson þingmaður Sjalfstæðisfloksk og Margréti Tryggvadóttur þingmaður Borgarahreyfingarinnar.