Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar, flyt­ur nú fram­söguræðu sína um álit meiri­hluta nefnd­ar­inn­ar vegna ESB-aðild­ar. Árni sagði það hafa verið rætt að taka upp tvö­falda þjóðar­at­kvæðagreiðslu en talið það óþarft, enda fái þjóðin að kjósa um hvort samþykkja eigi samn­ing­inn. Hann sagði það enn­frem­ur liggja fyr­ir að meiri­hluti þjóðar­inn­ar vilji hefja aðild­ar­viðræður.

Árni seg­ir að meiri­hluti ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar telji að með nefndarálit­inu sé kom­inn sá veg­vís­ir sem sjálf­stæðis­menn og fram­sókn­ar­menn lögðu áherslu á að farið væri eft­ir, þó svo að ekki hafi náðst samstaða um álitið.

Ljóst er að umræður um ESB eiga eft­ir að standa langt fram á kvöld og all­an næsta þing­fund, 27 þing­menn eru nú á mæl­enda­skrá og fjölg­ar aðeins. Fram­sögu­menn nefndarálita fá sex­tíu mín­út­ur í ræðustól, fyrstu ræðumenn flokka fá fjöru­tíu mín­út­ur og aðrir þing­menn tutt­ugu mín­útu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Sunnudaginn 16. mars