Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla óþörf

Árni Þór Sigurðsson.
Árni Þór Sigurðsson.

Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, flytur nú framsöguræðu sína um álit meirihluta nefndarinnar vegna ESB-aðildar. Árni sagði það hafa verið rætt að taka upp tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu en talið það óþarft, enda fái þjóðin að kjósa um hvort samþykkja eigi samninginn. Hann sagði það ennfremur liggja fyrir að meirihluti þjóðarinnar vilji hefja aðildarviðræður.

Árni segir að meirihluti utanríkismálanefndar telji að með nefndarálitinu sé kominn sá vegvísir sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn lögðu áherslu á að farið væri eftir, þó svo að ekki hafi náðst samstaða um álitið.

Ljóst er að umræður um ESB eiga eftir að standa langt fram á kvöld og allan næsta þingfund, 27 þingmenn eru nú á mælendaskrá og fjölgar aðeins. Framsögumenn nefndarálita fá sextíu mínútur í ræðustól, fyrstu ræðumenn flokka fá fjörutíu mínútur og aðrir þingmenn tuttugu mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 20. janúar