ESB-umræða heldur áfram á Alþingi

mbl.is/Ómar

Þing­fund­ur hefst á Alþingi klukk­an 10:30 og verður þá fram haldið síðari umræðu um þings­álykt­un­ar­til­lögu stjórn­ar­flokk­anna um ESB-aðild. Síðari umræða hófst um há­degi í gær en þing­fundi var frestað laust fyr­ir miðnætti.

Ræðutími var tvö­faldaður að ósk fjöl­margra þing­manna. Enn eru 24 þing­menn á mæl­enda­skrá og má hver um sig má tala í 40 mín­út­ur í senn. Einn þingmaður hef­ur sett sig á mæl­enda­skrá í annað sinn við umræðuna og má tala í 20 mín­út­ur. Nýti all­ir ræðutím­ann til fulls eru því a.m.k. 16 klukku­stund­ir eft­ir af umræðunni, fyr­ir utan andsvör og svör við andsvör­um.

Engu að síður er von­ast til að at­kvæði verði greidd um til­lög­una á mánu­dag. Sam­fylk­ing­in legg­ur mikla áherslu á að um­sókn um aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið verði send til Brus­sel inn­an tveggja vikna eða fyr­ir 27. júlí, en þá hefst fund­ur ut­an­rík­is­ráðherra aðild­ar­ríkja ESB.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær