ESB-umræða heldur áfram á Alþingi

mbl.is/Ómar

Þingfundur hefst á Alþingi klukkan 10:30 og verður þá fram haldið síðari umræðu um þingsályktunartillögu stjórnarflokkanna um ESB-aðild. Síðari umræða hófst um hádegi í gær en þingfundi var frestað laust fyrir miðnætti.

Ræðutími var tvöfaldaður að ósk fjölmargra þingmanna. Enn eru 24 þingmenn á mælendaskrá og má hver um sig má tala í 40 mínútur í senn. Einn þingmaður hefur sett sig á mælendaskrá í annað sinn við umræðuna og má tala í 20 mínútur. Nýti allir ræðutímann til fulls eru því a.m.k. 16 klukkustundir eftir af umræðunni, fyrir utan andsvör og svör við andsvörum.

Engu að síður er vonast til að atkvæði verði greidd um tillöguna á mánudag. Samfylkingin leggur mikla áherslu á að umsókn um aðildarviðræður við Evrópusambandið verði send til Brussel innan tveggja vikna eða fyrir 27. júlí, en þá hefst fundur utanríkisráðherra aðildarríkja ESB.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær