Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins telur að tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um aðildarumsókn í Evrópusambandið sé nauðsynleg og segir slíka meðferð ekki tefja fyrir. Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkingarinnar er á öndverðu meiði.
Helgi Hjörvar segir hins vegar að það sé sérkennileg þjóðaratkvæðagreiðsla að greiða atkvæði um hvort fólk eigi að fá að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.