Önnur umræða um þingsályktunartillögu um aðildarviðræður við Evrópusambandið hófst á Alþingi síðdegis í gær og stóð fram á kvöld. Umræðunum var slitið um hálftíuleytið, þegar vel á annan tug þingmanna var enn á mælendaskrá, og verður þeim fram haldið í dag. Snarpar umræður fóru fram og hart sótt að stjórnarflokkunum, einkum af hálfu þingmanna Sjálfstæðisflokksins.