Atkvæði greidd um ESB í dag

Samkomulag hefur náðst á Alþingi um að klára umræðu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í dag, miðvikudag. Vefritið Smugan greinir frá.

Á Smugunni segir að gert sé ráð fyrir atkvæðagreiðslu seinnipart dags, fyrst um breytingartillögur minnihluta sem gera ráð fyrir tvöfaldri atkvæðagreiðslu og þá stjórnartillöguna sem kom frá utanríkisráðherra og var afgreidd af meirihluta utanríkismálanefndar.

Þingfundi sem hófst um hádegisbil í gær var frestað undir miðnætti. Þá voru enn 15 þingmenn á mælendaskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Loka