Atkvæði greidd um ESB-tillögur síðdegis í dag

Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel.
Fánar Evrópusambandsins blakta utan við höfuðstöðvar framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. mbl.is/GSH

Samkomulag er milli þingflokkanna um að ljúka í dag umræðu og atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Við upphaf umræðunnar í gær voru átján þingmenn á mælendaskrá en undir miðnætti þegar leið að frestun fundar voru þeir fimmtán. Talsmenn allra flokka munu ljúka umræðunni með 20 mínútna ræðum síðdegis og síðan verða tillögur bornar undir atkvæði.

Gert er ráð fyrir því að fimmtudagur og föstudagur verði helgaðir nefndastarfi til að ljúka umfjöllun um frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave. Það frumvarp verður tekið fyrir á sameiginlegum fundi efnahags- og skattanefndar og fjárlaganefndar í dag og einnig utanríkismálanefndar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, vonast til að hægt verði að ljúka þingstörfum á sumarþinginu í næstu viku.

Vigdís var spurð út í það hvort hún myndi styðja álit meirihluta utanríkismálanefndar, þar sem kveðið er á um eina þjóðaratkvæðagreiðslu, eða minnihlutaálit Sjálfstæðisflokks, en í því er gert ráð fyrir tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu. Vigdís sagðist fyrst og fremst styðja sína eigin tillögu en yrði hún ekki samþykkt, ætti hún eftir að gera upp hug sinn. Er þar með hugsanlega kominn þriðji framsóknarþingmaðurinn sem styður tillögu meirihluta utanríkismálanefndar. Annar sem ekki hefur gefið upp afstöðu sína er Birkir Jón Jónsson, en gert er ráð fyrir að hann geri grein fyrir afstöðu sinni í ræðustól í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Mánudaginn 20. janúar