„Bregðast trausti kjósenda"

Reuters

Her­bert Svein­björns­son, formaður stjórn­ar Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar, seg­ir það skýrt í sín­um huga að ef þrír af fjór­um þing­mönn­um hreyf­ing­ar­inn­ar greiði at­kvæði gegn aðild­ar­viðræðum við Evr­ópu­sam­bandið þá séu þeir að bregðast trausti kjós­enda Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar.

Borg­ara­hreyf­ing­in hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem fram kem­ur að hreyf­ing­in hafi gefið það skýrt út í aðdrag­anda kosn­inga að ekki væri hægt að taka af­stöðu til aðild­ar að Evr­ópu­sam­band­inu nema að und­an­gengn­um aðild­ar­viðræðum. Er þetta enn stefna Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar en lög­um sam­kvæmt beri þing­mönn­um hreyf­ing­ar­inn­ar hins veg­ar að kjósa sam­kvæmt eig­in sann­fær­ingu.

Þrír af fjór­um þing­mönn­um Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar vilja að Ices­a­ve-samn­ingn­um verði hafnað. Að öðrum kosti muni flokk­ur­inn greiða at­kvæði með tvö­faldri þjóðar­at­kvæðagreiðslu í ESB-mál­inu. Er Þrá­inn Bertels­son eini þingmaður Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar sem ekki hef­ur breytt um stefnu í mál­inu.

Her­bert seg­ir í sam­tali við mbl.is að hann muni hitta þing­menn Borg­ara­hreyf­ing­ar­inn­ar að máli í dag þar sem rætt verður um þessa ákvörðun þing­mann­anna, Þórs Sa­ari, Birgittu Jóns­dótt­ur og Mar­grét­ar Tryggva­dótt­ur, og þau beðin um að út­skýra mál sitt.

„Ef þau ætla að gera þetta þá eru þau, í mín­um huga, klár­lega að fara á bak orða sinna,"  seg­ir Her­bert.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars

Loka