Ekkert samkomulag um atkvæðagreiðslu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir ekkert samkomulag liggja fyrir um greitt verði atkvæði um ESB-tillögurnar í dag. Þvert á móti hefði þingheimur gott af því að ræða málið lengur enda finnist sífellt fleiri skýrslur um málið sem enginn kannast við.

Honum kom á óvart að lesa í fjölmiðlum í morgun að samkomulagi hefði verið náð, enda hafi hann ítrekað það þrisvar á fundi í gær að ekkert samkomulag lægi fyrir. Það mætti hins vegar ræða í dag

Að svo sögðu þykir ólíklegt að umræðan klárist í dag enda eru tíu þingmenn á mælendaskrá.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Loka