Enn óljóst um atkvæði þriggja þingmanna

Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta …
Þingmenn Borgarahreyfingarinnar, Þráinn Bertelsson, Þór Saari, Margrét Tryggvadóttir og Birgitta Jónsdóttir mbl.is/Ómar Óskarsson

Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar, segir að engin breyting hafi orðið á afstöðu stjórnar Borgarahreyfingarinnar um að greiða eigi atkvæði með því að fara í aðildarviðræður við Evrópusambandið. Hann átti fund með þingmönnum Borgarahreyfingarinnar en einungis einn þeirra, Þráinn Bertelsson, virðist ætla að greiða atkvæði í samræmi við stefnu hreyfingarinnar frá því fyrir kosningar. Hann segir að um ágætis fund hafi verið að ræða en ekki hafi komið alveg skýrt fram á fundinum hvernig þingmennirnir þrír ætli að greiða atkvæði. Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, hefur sagt að hann ásamt Birgittu Jónsdóttur og Margréti Tryggvadóttur, ætli að greiða atkvæði með tillögu Sjálfstæðisflokksins um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu ef ekki verður ákveðið að endursemja um Icesave. 

Herbert segir að um örvæntingarfulla leið þingmannanna sé að ræða til að koma í veg fyrir að samningurinn verði samþykktur sem þau telji að verði íslensku þjóðinni ofviða. Þau hafi rökstutt þessa ákvörðun sína með því að þau sæju ekki aðra leið í stöðunni en að koma því þannig í gegn.

Herbert Sveinbjörnsson.
Herbert Sveinbjörnsson.
Borgarahreyfingin logo
Borgarahreyfingin logo mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær