ESB-málið vissulega ýmsum þungbært

Steingrímur J. Sigfússon í umræðunum á Alþingi
Steingrímur J. Sigfússon í umræðunum á Alþingi mbl.is/Ómar

„Ég er ósammála því að það sé ekki samrýmanlegt okkar stefnu þó hluti okkar þingmanna styðji þessa tillögu enda er okkar stefna óbreytt,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, um opið bréf sem nokkrir samflokksmenn hans rituðu til hans í gær. Þar segir m.a. að með stuðningi sínum við tillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarviðræður við ESB geri Steingrímur ekki aðeins sjálfan sig ómerking orða sinna, heldur einnig alla þá sem börðust fyrir flokkinn í aðdraganda kosninganna í vor. Er vísað í stefnuskrá flokksins þar sem inngöngu í ESB er hafnað.

Steingrímur undirstrikar enda að þingmenn flokksins áskilji sér rétt til að hafna málinu á öllum stigum þess, en að flokksráðsfundur hefði samþykkt þátttöku í ríkisstjórninni, m.a. á grundvelli þess að málið yrði sett í þennan farveg.

„En auðvitað eru heitar tilfinningar í þessu máli og ég skil vel að ýmsum sé þungbært að farið sé af stað í þetta.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Þriðjudaginn 21. janúar