Hyggst birta landbúnaðarskýrslu á næstu klukkustund

Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir.
Össur Skarphéðinsson og Jóhanna Sigurðardóttir. Kristinn Ingvarsson

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagðist á Alþingi í dag ætla að sjá til þess að skýrsla hagfræðistofnunar Háskóla Ísland um stöðu landbúnaðar Íslands innan ESB verði sett inn á vefsvæði utanríkisráðuneytisins í dag. Í henni er staða Íslands borin saman við Þýskaland og Finnland.

Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spurði utanríkisráðherra hvort stæði til að gera skýrsluna opinbera, enda móti hún umræðuna og vaki yfir henni. Össur sagðist vilja greiða umræðuna en talið hafi verið verra að birta skýrsluna og gæti hún haft áhrif á samningsstöðu Íslands í aðildarviðræðum. Eftir þann þrýsting sem hefur skapast ætli hann hins vegar að láta undan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær