Óbreytt stefna Borgarahreyfingarinnar varðandi ESB

Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar
Þór Saari þingmaður Borgarahreyfingarinnar mbl.is

 Borgarahreyfingin hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hreyfingin hafi gefið það skýrt út í aðdraganda kosninga að ekki væri hægt að taka afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu nema að undangengnum aðildarviðræðum. Er þetta enn stefna Borgarahreyfingarinnar en lögum samkvæmt beri þingmönnum hreyfingarinnar hins vegar að kjósa samkvæmt eigin sannfæringu.

Þrír af fjórum þingmönnum Borgarahreyfingarinnar vilja að Icesave-samningnum verði hafnað. Að öðrum kosti muni flokkurinn greiða atkvæði með tvöfaldri þjóðaratkvæðagreiðslu í ESB-málinu.

Þetta sagði Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í samtali við mbl.is í gær en hann segir þingmennina hafa gert leiðtogum stjórnarflokkanna grein fyrir þessu skilyrði flokksins á fundi í gær.

Í yfirlýsingu stjórnar Borgarahreyfingarinnar kemur fram að niðurstaða aðildarviðræðna, að lokinni víðtækri kynningu, yrði síðan borin undir þjóðaratkvæði. Var það niðurstaða hreyfingarinnar eftir miklar umræður, að þessi leið væri í anda þeirra lýðræðisumbóta sem að hreyfingin vill standa fyrir, að því er segir í yfirlýsingunni.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag