Óvíst hvort greidd verði atkvæði í dag

Dag­skrá Alþing­is hef­ur riðlast nokkuð í dag og er hugs­an­legt að horfið verði frá því að greiða at­kvæði um ESB-til­ög­ur í dag, eins og ráðgert er. Ill­ugi Gunn­ars­son, formaður þing­flokks sjálf­stæðismanna, seg­ir það lík­lega ráðast á næstu klukku­stund.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd fundaði kl. 13.30 í dag og þar var skýrsla hag­fræðistofn­un­ar Há­skóla Íslands kynnt að ein­hverju leyti. Hluti henn­ar er hins veg­ar enn bund­inn trúnaði. Þing­menn utan nefnd­ar­inn­ar hafa ekki fengið að sjá skýrsl­una. Taka ber fram að um er að ræða drög að skýrslu, sem unn­in var fyr­ir ut­an­rík­is­ráðuneytið.

Óhætt er að segja að mikið fjaðrafok hafi verið á Alþingi í dag, ekki síst bakvið tjöld­in. Helst olli það upp­námi þegar kom í ljós að drög­in að skýrsl­unni voru bund­in trúnaði. Áður hafði for­seti Alþing­is, Ásta Ragn­heiður Jó­hann­es­dótt­ir, eft­ir ut­an­rík­is­ráðherra að skýrsl­an yrði kynnt þing­mönn­um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar og ekk­ert væri því til fyr­ir­stöðu að aðrir þing­menn fengu að skoða hana einnig.

Í há­deg­inu kom í ljós að trúnaður var á drög­un­um. Kom m.a. fram í bréfi frá ut­an­rík­is­ráðuneyti að  Bænda­sam­tök Íslands hefðu farið fram á trúnað, ásamt sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneyti og ut­an­rík­is­ráðuneyti. Formaður Bænda­sam­tak­anna þver­tók hins veg­ar fyr­ir það. Hann hafi hins veg­ar kallað eft­ir því að fá skýrsl­una í hend­ur í nokk­urn tíma. Drög­in hafi verið til­bú­in í lok apríl.

Umræðan um ESB-til­lög­urn­ar fer nú fram og eru tíu þing­menn á mæl­enda­skrá. Hugs­an­legt er að dag­skrá­in breyt­ist komi flokk­arn­ir sér sam­an um að ljúka mál­inu í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Sunnudaginn 5. janúar