Árið 2013 er líklegasta tímasetningin á inngöngu Íslands í Evrópusambandið, að því gefnu að aðild verði samþykkt. Þetta er haft eftir Árna Þór Sigurðssyni, formanni utanríkismálanefndar, á vef BBC. Tilvitnunin byggir á viðtali Árna Þórs við Reuters-fréttastofuna.
Sá tímaás sem Árni Þór telur líklegastan lítur svona út.
16 júlí: Alþingi Íslendinga samþykkir aðildarviðræður.
27 júlí: Umsókn lögð fyrir sambandið.
Febrúar 2010: Aðildarviðræður geta hafist.
Síðla árs 2011/snemma árs 2012: Aðildarsamningur lagður fyrir þjóðina.
2013: Líklegasta tímasetningin á inngöngu Íslands.
Nálgast má umfjöllun BBC hér.