„Aðild verður kolfelld“

Ragnar Arnalds
Ragnar Arnalds Morgunblaðið

 „Ég er viss um að það hafi aldrei gerst áður í sögu Evrópusambandsins að þjóð sæki um inngöngu í sambandið þrátt fyrir  að allar skoðunarkannanir sýni um margra mánaða skeið að þjóðin sé í raun andvíg inngöngu,“ segir Ragnar Arnalds, formaður Heimssýnar - Samtaka sjálfstæðissinna í Evrópumálum.  

Ragnar segir umhugsunarvert annars vegar hversu naumt hafi verið á munum í atkvæðagreiðslunni á Alþingi og hins vegar hversu margir þingmenn Vinstri grænna hafi í reynd lýst yfir andstöðu sinni við inngöngu í ESB um leið og þeir greiddu atkvæði með því að sótt væri um inngöngu. 

„Ég held að það sé ekki minnsti vafi á því að aðild verður kolfelld þegar þar að kemur,“ segir Ragnar og tekur fram að nú taki við áframhaldandi barátta Heimssýnar. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka