Höfum sérstakra hagsmuna að gæta

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi í dag
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól á Alþingi í dag mbl.is/Ómar

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, sagði á Alþingi í dag engin haldbær rök fyrir því að Íslendingar gefi frá sér fulla stjórn á eigin auðlind, þ.e. fiskistofnum við landið. Hann sagði það ekki vekja bjartsýni að utanríkisráðherra segir þjóðina ekki þurfa neinar sérlausnir í viðræðum við ESB.

 „Það sem komið hefur í ljós við þessa [umræðu] er í fyrsta lagi það, að allt sem áður var sagt um möguleika okkar í viðræðum við Evrópusambandið hefur verið staðfest,“ sagði Bjarni og átti við möguleika á undanþágum. „En við höfum sérstakra hagsmuna að gæta.“Bjarni sagði stefnu Evrópusambandsins í sjávarútvegsmálum smíðaða fyrir aðrar þjóðir. Fiskistofnar okkar séu staðbundnir og enginn geti fært fyrir hvers vegna við ættum að fallast á sameiginlega fiskveiðistefnu ESB.

Þá sagði Bjarni ljóst að ekki væri einhugur um málið í ríkisstjórn og verði ekki þegar komið verður með samninginn eftir viðræður.  Þá taki aftur við pólitískur veruleiki málsins. Forsenda fyrir því að fara í slíka vegferð sé pólitískur stuðningur og bakland. Sá stuðningur sé ekki fyrir hendi. Bjarni benti einnig á að þingmenn muni ekki fylgja niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og gefa frá sér sannfæringu sína þegar málið kemur aftur inn í þingið.

„Verði málið samþykkt er það vegna þess að einstakir þingmenn Vinstri grænna hafa ákveðið að styðja málið til halda ríkisstjórninni saman. Það getur ekki verið nein önnur skýring á því að menn ætli í þessa vegferð nema sú pólitíska skýring að halda ríkisstjórninni saman.“ 

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Borgarahreyfingunni
Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Borgarahreyfingunni mbl.is/Ómar
Skúli Helgason, Samfylkingunni og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki
Skúli Helgason, Samfylkingunni og Ragnheiður Elín Árnadóttir, Sjálfstæðisflokki mbl.is/Ómar
Birgir Ármannsson
Birgir Ármannsson mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Loka