Ísland á hnjánum til Evrópu

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Steingrímur J. Sigfússon á Alþingi. Heiðar Kristjánsson

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði dag­inn í dag ekki sér­stak­an hátíðis­dag, ekki fyr­ir þjóðina alla vega. Hann sagði ESB-málið ekki snú­ast um hags­muni þjóðar­inn­ar held­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Benti hann einnig á að umræðan í evr­ópsk­um fjöl­miðlum væri á þá leið að Íslend­ing­ar séu að sækja um aðild á hnján­um vegna allra þeirra vand­ræða sem þjóðin hef­ur lent í.Sig­mund­ur Davíð sagði að nú væri búið að láta þau boð út ganga að í raun sé ekki verið að greiða at­kvæði um aðild­ar­um­sókn held­ur rík­is­stjórn­ina. Hann benti þing­mönn­um Vinstri grænna á að staða þeirra yrði sterk ef þeir færu eft­ir sann­fær­ingu sinni. Hugs­an­lega kæmi til fjög­urra flokka þjóðstjórn ef málið verði fellt.

Hann sagði Sam­fylk­ing­una hafa reynt að keyra málið í gegn um þingið í júli­mánuði til að minnst­ar lík­ur væru á því að þjóðin gæti tekið þátt í umræðu um málið. Hún hafi notað tæki­færið á meðan fólk er í sum­ar­fríi. Sig­mund­ur sagði að það geti ekki orðið til ann­ars en tjóns að leggja í viðræður með þess­um hætti. Hann spurði í kjöl­farið hvort ekki væri betra að reyna hugsa hlut­ina rök­rétt í stað þess að knýja málið í gegn með sem minnstri umræðu.

Sig­mund­ur sagði samn­ings­stöðu Íslands ekki verða viðun­andi fyrr en rík­ist­stjórn­in sýni að hún geti tekið á vanda­mál­um inn­an­lands, s.s. efna­hags­mál­um. Ef rætt hefði verið af sama kappi og áhuga um þau mál í sum­ar væri þjóðin kannski með betri samn­ings­stöðu um þess­ar mund­ir.

Margrét Tryggvadóttir, Borgarahreyfingunni og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðsflokki
Mar­grét Tryggva­dótt­ir, Borg­ara­hreyf­ing­unni og Unn­ur Brá Kon­ráðsdótt­ir, Sjálf­stæðsflokki mbl.is/Ó​mar
Frá Alþingi
Frá Alþingi mbl.is/Ó​mar
Íslenskum fánum hefur verið komið fyrir á Austurvelli
Íslensk­um fán­um hef­ur verið komið fyr­ir á Aust­ur­velli mbl.is/Ó​mar
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær