Kristinn H: Flokknum fórnað fyrir stjórnina

Kristinn H. Gunnarsson
Kristinn H. Gunnarsson mbl.is

Kristinn H. Gunnarsson, fyrrum alþingismaður, segir á bloggsíðu sinni að ákvörðun Alþingis um  að sækja um aðild að Evrópusambandinu sé dapurleg og til þess gerð að bjarga ríkisstjórninni.

Hún sé  fengin fram með atkvæðum þingmanna Vinstri grænna, sem segist vera andvígir málinu sem þeir studdu og hafi boðað andstöðu við þann samning sem væntanlega verður gerður. Þeir hafi því einungis stutt málið  til að tryggja að flokkurinn verði áfram í ríkisstjórn.

Þá segir hann að engin mál séu stærri en aðild að Evrópusambandinu og að flokkur sem sé á móti aðild geti ekki veitt henni brautargengi án þess að alvarleg eftirmál verði af því.

Þingmenn sem velja það að verja valdstóla sína og koma svona fram við flokksmenn sína og kjósendur séu að vinna skemmdarverk á stjórnmálahreyfingunni og trúverðugleika hennar. Ríkisstjórninni hafi verið bjargað um sinn er flokknum fórnað.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í gær

Föstudaginn 22. nóvember