Þykir leitt að kjósa gegn aðild

Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Borgarahreyfingunni
Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðisflokki og Þór Saari Borgarahreyfingunni mbl.is/Ómar

Þór Saari, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, sagðist á Alþingi í dag taka ábyrgð á ákvörðun þriggja þingmanna hreyfingarinnar að styðja tillögur Sjálfstæðisflokks um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu. Fari svo að sú tillaga verði felld munu sömu þingmenn kjósa gegn tillögu ríkisstjórnarinnar. Með því svíkja þingmennirnir samkomulag sem gert var ríkisstjórnarflokkana og það þykir þingmanninum leitt.Þór sagði stefnubreytingu þingmannanna til komna vegna Icesave-málsins sem væri aðgöngumiði að Evrópusambandinu. Hann sagði Icesave-málið eitt það eitraðasta sem þjóðin hefur séð og muni valda henni óbætanlegu tjóni. Spurði hann m.a. hvort ekki væri kominn tími á þjóðstjórn í málinu.

Þór sagði þingmenn Borgarahreyfingarinnar hafa lagt fram þrjár kröfur, að fresta Icesave-málinu til haustsins, skipa nýja Icesave-nefnd og að ríkistjórnin gefi skýrt til kynna hvort og hvenær eignir þeirra sem stofnuðu til skuldbindingana verði frystar og hvernig skuli ná þeim upp í skuldirnar.

Þráinn Bertelsson og Árni Johnsen
Þráinn Bertelsson og Árni Johnsen mbl.is/Ómar
Tryggvi Þór Herbertsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Tryggvi Þór Herbertsson og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir mbl.is/Ómar
mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær