Yfirlýsing forsætisráðherra um ESB

Jóhanna Sigurðardóttir er hún flutti stefnuræðu sína.
Jóhanna Sigurðardóttir er hún flutti stefnuræðu sína. mbl.is/Ómar

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna samþykkt­ar Alþing­is um að gengið skuli til viðræðna við ESB.

Yf­ir­lýs­ing henn­ar fer í heild hér á eft­ir:

„Alþingi hef­ur tekið ákvörðun um að Ísland sæki um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu.

Þetta er sögu­leg ákvörðun og at­kvæðagreiðslan í dag er lík­lega ein sú ánægju­leg­asta sem ég hef tekið þátt í vegna þess að ég er sann­færð um að hún hef­ur mikla þýðingu fyr­ir Ísland.

Við mun­um nú leggja inn form­lega um­sókn hjá for­mennsku­rík­inu í ráðherr­aráði ESB á næstu dög­um og hefja skipu­leg­an und­ir­bún­ing að aðild­ar­viðræðum.

Allt kapp verður lagt á að all­ir stjórn­mála­flokk­ar og hags­munaaðilar á Íslandi eigi hlut­deild í viðræðuferl­inu og al­menn­ing­ur fái sem best­ar upp­lýs­ing­ar um kosti og galla aðild­ar til þess að geta tekið af­stöðu í þjóðar­at­kvæðagreiðslu um vænt­an­leg­an aðild­ar­samn­ing.

Ísland og rík­in 27 í Evr­ópu­sam­band­inu, sem gengið verður til samn­inga við, deila sam­eig­in­legri lýðræðis- og menn­ing­ar­hefð, og Ísland hef­ur um ára­bil verið virk­ur þátt­tak­andi í Evr­ópu­sam­starfi í víðasta skiln­ingi.

Sem nor­rænt vel­ferðarríki og aðili að EES og Schengen er Ísland vel í stakk búið til þess að ræða skil­yrði og for­send­ur fyr­ir fullri aðild að Evr­ópu­sam­band­inu við aðild­ar­rík­in og stofn­an­ir ESB."

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær

Fimmtudaginn 27. mars