Aðild Íslands móðgun við Tyrki

Í greiningu viðskiptamiðstöðvar Aserbaídsjan segir að Ísland sé kristin eyja …
Í greiningu viðskiptamiðstöðvar Aserbaídsjan segir að Ísland sé kristin eyja „týnd í Atlantshafinu“. Reuters

Væntanleg umsókn Íslendinga um aðild að Evrópusambandinu vekur athygli víða og í dag birtist áhugaverð greining á málinu á vef viðskiptamiðstöðvar Aserbaídsjan. Þar er stuttlega fjallað um kosninguna á Alþingi og því haldið fram að fái Íslendingar inngöngu verði það stjórnmálaleg móðgun í garð Tyrkja.

„Evrópusambandið græðir ekkert á því að taka Ísland inn á meðan höfnun gagnvart Tyrkjum er brot á venjum sambandsins um jafnrétti, þolinmæði og lýðræði,“ segir í greiningunni.

Þar segir jafnframt að fái Íslendingar að ganga í sambandið þýði það í raun að evrópskt 70 milljón manna múslimaríki eigi minni rétt á því að ganga í sambandið en kristin eyja „týnd í Atlantshafinu“.

Greininguna má finna í heild sinni hér.

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær