Aðild Íslands móðgun við Tyrki

Í greiningu viðskiptamiðstöðvar Aserbaídsjan segir að Ísland sé kristin eyja …
Í greiningu viðskiptamiðstöðvar Aserbaídsjan segir að Ísland sé kristin eyja „týnd í Atlantshafinu“. Reuters

Vænt­an­leg um­sókn Íslend­inga um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu vek­ur at­hygli víða og í dag birt­ist áhuga­verð grein­ing á mál­inu á vef viðskiptamiðstöðvar Aser­baíd­sj­an. Þar er stutt­lega fjallað um kosn­ing­una á Alþingi og því haldið fram að fái Íslend­ing­ar inn­göngu verði það stjórn­mála­leg móðgun í garð Tyrkja.

„Evr­ópu­sam­bandið græðir ekk­ert á því að taka Ísland inn á meðan höfn­un gagn­vart Tyrkj­um er brot á venj­um sam­bands­ins um jafn­rétti, þol­in­mæði og lýðræði,“ seg­ir í grein­ing­unni.

Þar seg­ir jafn­framt að fái Íslend­ing­ar að ganga í sam­bandið þýði það í raun að evr­ópskt 70 millj­ón manna múslimaríki eigi minni rétt á því að ganga í sam­bandið en krist­in eyja „týnd í Atlants­haf­inu“.

Grein­ing­una má finna í heild sinni hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær