Olli Rehn, sem fer með stækkunarmál sambandsins innan framkvæmdastjórnarinnar, fagnar ákvörðun Íslendinga og því að stækkun sambandsins nái hugsanlega brátt til norðvesturhorns Evrópu. Í fréttum Ríkissjónvarpsins var haft eftir Rehn að samningaviðræðurnar gætu þó reynst erfiðar. „Framhaldið veltur á því hve snúnar viðræðurnar við Íslendinga verða. Og þá einkum í sjávarútvegs og landbúnaðarmálum,“ sagði Rehn.