Staða Þorgerðar Katrínar veikist

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mbl.is

Pólitísk staða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, þykir hafa veikst til muna í gær, þegar hún ákvað að sitja hjá í atkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um ESB-aðildarumsókn.

Jákvæð afstaða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur til Evrópusambandsaðildar hefur verið kunn, en það mun, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, samt sem áður hafa komið á óvart að varaformaður flokksins stóð ekki með formanni Sjálfstæðisflokksins og öðrum þingmönnum við atkvæðagreiðsluna.

Mikil reiði er meðal margra þingmanna Sjálfstæðisflokksins í garð Þorgerðar Katrínar og í samtölum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins í gær kom ítrekað fram það sjónarmið, að þingmenn ættu bágt með að sjá að formaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins gætu átt heilt og gott samstarf í forystu flokksins, eftir að Þorgerður Katrín ákvað hjásetu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær