Andsnúnir inngöngu Íslands

Reuters

Kristilegir demókratar í Bæjaralandi (CSU), systurflokkur flokks Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, er andvígur því að Ísland fái aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt frétt Süddeutsche Zeitung í dag.

Markus Ferber, leiðtogi CSU á Evrópuþinginu segir að Evrópusambandið geti ekki bjargað Íslandi út úr efnahagskreppunni. Hann segir að það sé nær að ræða uppbyggingu ESB áður en fleiri ríkjum verður boðin aðild og vísar þar til jákvæðra viðbragða framkvæmdastjórnar ESB þegar Íslendingar afhentu aðildarumsóknina í gær. Þar var Íslendingum heitið að umsóknarferlinu yrði hraðað, samkvæmt frétt  Süddeutsche Zeitung.

Framkvæmdastjóri CSU, Alexander Dobrindt, sagði í samtali við Süddeutsche Zeitung á ráðstefnu flokksins í Nürnberg í gær að það sé stefna flokksins að hægt skuli á fjölgun ríkja í sambandinu og ekki eigi að taka fleiri ríki inn önnur en Króatíu að svo stöddu. Þetta gildi einnig um Ísland. Það er að Ísland eigi ekki að fá aðild að sambandinu. Flokkurinn vill að greidd verði þjóðaratkvæði í Þýskalandi um hvort stækka eigi ESB.

Frétt á vef Süddeutsche Zeitung

mbl.is

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær