Andsnúnir inngöngu Íslands

Reuters

Kristi­leg­ir demó­krat­ar í Bæj­aralandi (CSU), syst­ur­flokk­ur flokks Ang­elu Merkel, kansl­ara Þýska­lands, er and­víg­ur því að Ísland fái aðild að Evr­ópu­sam­band­inu, sam­kvæmt frétt Süddeutsche Zeit­ung í dag.

Markus Fer­ber, leiðtogi CSU á Evr­ópuþing­inu seg­ir að Evr­ópu­sam­bandið geti ekki bjargað Íslandi út úr efna­hagskrepp­unni. Hann seg­ir að það sé nær að ræða upp­bygg­ingu ESB áður en fleiri ríkj­um verður boðin aðild og vís­ar þar til já­kvæðra viðbragða fram­kvæmda­stjórn­ar ESB þegar Íslend­ing­ar af­hentu aðild­ar­um­sókn­ina í gær. Þar var Íslend­ing­um heitið að um­sókn­ar­ferl­inu yrði hraðað, sam­kvæmt frétt  Süddeutsche Zeit­ung.

Fram­kvæmda­stjóri CSU, Al­ex­and­er Dobrindt, sagði í sam­tali við Süddeutsche Zeit­ung á ráðstefnu flokks­ins í Nürn­berg í gær að það sé stefna flokks­ins að hægt skuli á fjölg­un ríkja í sam­band­inu og ekki eigi að taka fleiri ríki inn önn­ur en Króa­tíu að svo stöddu. Þetta gildi einnig um Ísland. Það er að Ísland eigi ekki að fá aðild að sam­band­inu. Flokk­ur­inn vill að greidd verði þjóðar­at­kvæði í Þýskalandi um hvort stækka eigi ESB.

Frétt á vef Süddeutsche Zeit­ung

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Innlent — Fleiri fréttir

Í dag

Í gær