Bresk stjórnvöld fagna umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Það svar fékkst frá fjölmiðlaskrifstofu breska utanríkisráðuneytisins í gær við fyrirspurn Morgunblaðsins um afstöðu Breta.
Starfsmaður ráðuneytisins vildi hins vegar ekki tjá sig um það á þessu stigi hvort niðurstaðan í Icesave-málinu á Alþingi, það er að segja hvort ríkisábyrgð á samningnum verður veitt, myndi hafa áhrif á afstöðu Breta til aðildarumsóknarinnar að ESB.
Sagði hann að málið væri afar viðkvæmt og því ekki hægt að tjá sig um það að svo stöddu.